Útsölulok Þrír ungir menn, rammvilltir í gráum hversdagsleikanum birta hér smásögur, ljóð og prósa, öðrum en þó helst sjálfum sér til skemmtunar.



þriðjudagur, febrúar 11, 2003 :::
 
STUNDARGAMAN

er þú hélst mér í fangi þínu
fannst mér í fáránleika hugans
allir heimsins vegir
alltaf hafa legið til þín

en ég átti eftir að uppgötva að
örlögin stíga ekki dans
í takt við lífsins dans,
og um skeið flæktist ég
um í rósarþyrnum
þessa eina kvölds okkar

þögn þín var óbærileg
þangað til ég skyndilega sá
að þú varst bara
klofvega öngstræti sem ég
villtist um í stutta stund

takk samt fyrir þægilegheitin


::: posted by sigurgeir at 8:16 e.h.






_______________
_______________

Þrír ungir menn, rammvilltir í gráum hversdagsleikanum birta hér smásögur, ljóð og prósa, öðrum en þó helst sjálfum sér til skemmtunar.



Powered by Blogger