Útsölulok Þrír ungir menn, rammvilltir í gráum hversdagsleikanum birta hér smásögur, ljóð og prósa, öðrum en þó helst sjálfum sér til skemmtunar.



fimmtudagur, júlí 10, 2003 :::
 
Allar persónur lifa í einu tilteknu augnabliki. Augnabliki sem það skilgreinir alla sína tilveru útfrá. Hugsanlega þó þegar áhrif augnabliksins fara að fjara út leitar persónan eftir nýju momenti til að skilgreina sig útfrá, og það lætur ekki standa á sér því allir fá alltaf allt sem þeir vilja. Sumir eru þó alltaf fastir í sama augnablikinu. T. a. m. Keith Richards sem er alltaf hassreyktur 22 unglingur, nýbúinn að uppgötva að hann er súperrokkstjarna sem getur fengið sér að ríða með hverjum sem er. Eða Pamela Anderson sem er sílikonbrjóst, hlaupandi um ströndina í rauðum sundbol í sífellu að leita að hinni fullkomnu fegurð. Ef helvíti er til er það einmitt þetta, að vera fastur til eilífðar í einu tilteknu augnabliki lífs þíns.

::: posted by sigurgeir at 3:05 e.h.






_______________
_______________

Þrír ungir menn, rammvilltir í gráum hversdagsleikanum birta hér smásögur, ljóð og prósa, öðrum en þó helst sjálfum sér til skemmtunar.



Powered by Blogger