Útsölulok Þrír ungir menn, rammvilltir í gráum hversdagsleikanum birta hér smásögur, ljóð og prósa, öðrum en þó helst sjálfum sér til skemmtunar.



sunnudagur, janúar 25, 2004 :::
 
Til verndar frelsinu
uppúr sjónum leka á yfirborðið rauðir flekkir andskotans
í fjöruborðinu standa þúsund nakin börn
sveipuð loforðum morgundagsins

í plexíglerhöllinni situr markaðsfræðingur
í forundran starir á konu í pastelgrænu pilsi
það er löngu dottið úr tísku, hugsar hann

tuttugusta og fyrsta, öld skyndiþarfamannsins
,,ég á keyri á monsterjeppanum mínum upp að dyrum World Class
því ég nenni ekki að labba of langt að hlaupabrettinu mínu”

til verndar frelsinu
,,mesta ógn nútímans eru hryðjuverk”
segir vopnaframleiðandinn í Washington

á sjónvarpsskjánum sjást þúsund nakinn börn
er dóu úr hungri í fjöruborðinu
til verndar frelsis offitusjúklinga í USA


::: posted by sigurgeir at 8:10 e.h.



laugardagur, janúar 10, 2004 :::
 
Yfir holt og himnasængur
hef ég reikað daga og nætur
ég er stór á rauðum hesti
ég er stríðsmaðurinn besti

::: posted by sigurgeir at 10:24 e.h.






_______________
_______________

Þrír ungir menn, rammvilltir í gráum hversdagsleikanum birta hér smásögur, ljóð og prósa, öðrum en þó helst sjálfum sér til skemmtunar.



Powered by Blogger